Lánskjaravaktin - Láttu Aurbjörgu um að vakta lánin fyrir þig og sparaðu pening og tíma með því að endurfjármagna
Aurbjörg

Aurbjörg er UT-Sprotinn 2021

Aurbjörg er UT-Sprotinn 2021

Aurbjörg hlaut á dögunum verðlaun Skýrslutæknifélagsins Íslands (Ský) sem UT-Sprotinn 2021. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á UT-Messunni. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa starfað í 1-6 ár og bjóða lausnir sem vakið hafa athygli.

Við erum virkilega stolt og þakklát fyrir að hafa hlotið verðlaunin UT-Sprotinn 2021. Þetta er okkur í senn mikil viðurkenning og hvatning! Við ætlum okkur stóra hluti í náinni framtíð og ýmsar nýjungar verða kynntar til sögunnar á árinu - við hvetjum því fólk til að fylgjast vel með og þökkum öllum fyrir að nýta sér þjónustu Aurbjargar!  

Þá þökkum við Skýrslutæknifélagi Íslands (Ský) kærlega fyrir, og óskum um leið öðrum verðlaunahöfum til hamingju; Syndis (UT-Verðlaunin), Almannarómur (UT-Stafræna þjónustan 2021) og Alfreð (UT-Fyrirtækið 2021)!

Á myndinni má sjá Jóhannes Eiríksson, framkvæmdastjóra Two Birds og Aurbjargar, taka á móti verðlaununum úr hendi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar.

Aurbjörg finds opportunities in household finances
Let Aurbjörg stand guard and help you make better financial decisions.
Subscribe
Aurbjörg
Aurbjörg goal is to increase financial literacy, increase transparency and help you make more informed and better financial decisions.
Aurbjörg is owned by the financial technology company Two Birds ehf.
TwoBirdsRannisTaekniþrounarsjod
©2024 • Two Birds ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík