Lánskjaravaktin - Láttu Aurbjörgu um að vakta lánin fyrir þig og sparaðu pening og tíma með því að endurfjármagna
Aurbjörg

Two Birds valið “best property valuation platform”

Two Birds valið “best property valuation platform”

Nýverið fékk Two Birds viðurkenningu frá bandaríska fyrirtækinu Wealth & Finance fyrir hugbúnað félagsins sem verðmetur markaðsvirði fasteigna á Íslandi. Verðmat Two Birds, sem hefur verið til sölu á vefsíðunni Aurbjorg.is fyrir almenning og selt í áskrift til fasteignasala, banka og lífeyrissjóða var valið „Best Property Valuations Platform – Nordics“ af viðskiptatímaritinu Wealth & Finance.

Aukið gegnsæi með Verðmati Two Birds

Hugbúnaður Two Birds áætlar markaðsvirði fasteigna á Íslandi. Matið er byggt á raungögnum og markaðsgögnum sem eru túlkuð með notkun gervigreindar. Raungögn eru meðal annars þinglýstir kaupsamningar, GPS-staðsetning eignar og fjarlægð í helstu þjónustu. Auk þess er notað í matið markaðsgögn sem byggja á upplýsingum um fasteignir sem eru auglýstar til sölu í nálægð við umrædda eign.

„Við erum að sjálfsögðu mjög kát með að fá þessa viðurkenningu en við erum enn ánægðari með öll þau hrós sem við höfum fengið frá notendum okkar hér heima. Skýrsla okkar um verðmat fasteigna er í rafrænu formi og gefur notendum góða innsýn í verðþróun á markaðinum og góðar upplýsingar til að geta tekið betri ákvarðanir í fasteignaviðskiptum. Með skýrslunni fær fólk viðmið úr þinglýstum kaupsamningur við ásett verð og söluverð á sambærilegum seldum eignum ásamt því að sjá hversu marga daga tók að selja eignir í hverfinu ásamt fleiru“ segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds.

Wealth & Finance er stafrænt viðskiptablað með um 130.000 lesendur á heimsvísu. Árlega tilnefna þeir fyrirtæki sem hafa skarað fram úr í tækni eða uppfinningu en Two Birds bar sigur úr bítum sem besta fasteignaverðmats kerfið á norðurlöndunum í flokki „Artificial Intelligence Awards“.

Aurbjörg finds opportunities in household finances
Let Aurbjörg stand guard and help you make better financial decisions.
Subscribe
Aurbjörg
Aurbjörg goal is to increase financial literacy, increase transparency and help you make more informed and better financial decisions.
Aurbjörg is owned by the financial technology company Two Birds ehf.
TwoBirdsRannisTaekniþrounarsjod
©2024 • Two Birds ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík