Lánskjaravaktin - Láttu Aurbjörgu um að vakta lánin fyrir þig og sparaðu pening og tíma með því að endurfjármagna
Aurbjörg

Endurfjármögnun húsnæðislána

Endurfjármögnun húsnæðislána

Hér koma nokkrar ástæður sem ættu að fá þig til að hugsa um endurfjármögnun.

•  Lánakjör breytast.
•  Vextir og afborganir á núverandi láni geta hækkað.
•  Ný lán geta verið hagstæðari og betri en núverandi lán á vissum tímapunkti.
•  Kannski vantar þig viðbótarfjármagn í framkvæmdir eða fasteignakaup og þá er meðal annars hægt að bregðast við með því að endurfjármagna lán.

Það er mun algengara í dag að endurfjármagna húsnæðislán en áður, því lánamarkaðurinn breytist hratt. Bara frá árinu 2000 hafa Íslendingar gengið gegnum þrjár efnahagslægðir. Allt hafði þetta mikil áhrif á íbúðaverð og lánamarkað. Og þá er gott að hafa þekkingu til að geta brugðist við.

Til að átta þig á möguleikum þínum varðandi endurfjármögnun, þá þarftu að hafa þetta í huga:

1. Hvar ertu með „lánsrétt“?
2. Hvaða lánamöguleikar eru í boði?
3. Hvaða lánstími er í boði?

Hér er stutt myndband sem sýnir betur hvað þarf að hafa í huga við endurfjármögnun.

Ef þú ert með grunnáskrift Aurbjargar, þá getur Húsnæðislánareiknir Aurbjargar boðið þér að koma með hugmyndir að endurfjármögnun á þeim húsnæðislánum sem þú ert með skráð á húseigninni þinni fyrir.

Ferlið er mjög einfalt.

Þegar þú velur að fara inn í Húsnæðislánareikni Aurbjargar og smellir á hnappin „Endurfjármögnun“ þá birtist þessi síða:

Með því að velja lánið hér á myndinni, þá býðst þér skoða aðra lánamöguleika á láni með eru með sömu lánsupphæð.

Aurbjörg raðar þá upp lánum í tvenns konar flokka:
Flokk þeirra sem eru með lægstu mánaðarlegu greiðsluna
Flokk þeirra sem eru með lægstu heildargreiðsluna

Bæði er boðið upp óverðtryggð og verðtryggð lán í hvoru flokki.

Þar fyrir neðan birtist svo lengri listi yfir ýmis lán sem þú getur svo raðað upp eftir lánveitanda, tegund láns, vaxtategund og greiðslum.

Hægt er að hafa samband við alla lánveitendur gegnum síðuna með því að smella á hvert lán fyrir sig og senda fyrirspurn, fá meiri upplýsingar eða sækja um lánið. 

Aurbjörg finds opportunities in household finances
Let Aurbjörg stand guard and help you make better financial decisions.
Subscribe
Aurbjörg
Aurbjörg goal is to increase financial literacy, increase transparency and help you make more informed and better financial decisions.
Aurbjörg is owned by the financial technology company Two Birds ehf.
TwoBirdsRannisTaekniþrounarsjod
©2024 • Two Birds ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík