Lánskjaravaktin - Láttu Aurbjörgu um að vakta lánin fyrir þig og sparaðu pening og tíma með því að endurfjármagna
Aurbjörg

Styrkurinn ákveðinn gæðastimpill á verkefni Aurbjargar

Styrkurinn ákveðinn gæðastimpill á verkefni Aurbjargar

Aurbjörg hlaut styrk í haustúthlutun Tækniþróunarsjóðs 2022 sem tilkynnt var um í byrjun desember. Styrkurinn er vegna verkefnis sem snýr að markaðssókn fyrir nýja og víðtækari þjónustu Aurbjargar sem verður kynnt snemma á næsta ári. Alls bárust 246 umsóknir í sjóðinn og er árangurshlutfall styrktra verkefna 20%. 

„Við erum mjög þakklát og stolt af því að hljóta þennan styrk frá Tækniþróunarsjóði og lítum á styrkinn bæði sem hvatningu og viðurkenningu á gæðum verkefnisins og framtíðaráforma okkar. Aurbjörg hlaut einnig Vaxtarstyrk frá Tækniþróunarsjóði á árinu 2021, sem var ætlaður og nýttur til vöruþróunar. Stuðningur Tækniþróunarsjóðs við vöruþróun og markaðssókn skiptir miklu máli fyrir Aurbjörgu sem vaxandi nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi,“ segir Jóhannes Eiríksson, framkvæmdastjóri Aurbjargar.

Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er að styðja við rannsóknir og þróunarstarf sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi og er hann er opinn nýsköpunarverkefnum úr öllum atvinnugreinum. Sjóðurinn er samkeppnissjóður sem býður upp á fjölmarga styrktarflokka fyrir verkefni á mismunandi stigi þróunar.

Aurbjörg finds opportunities in household finances
Let Aurbjörg stand guard and help you make better financial decisions.
Subscribe
Aurbjörg
Aurbjörg goal is to increase financial literacy, increase transparency and help you make more informed and better financial decisions.
Aurbjörg is owned by the financial technology company Two Birds ehf.
TwoBirdsRannisTaekniþrounarsjod
©2024 • Two Birds ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík